Að lesa og skrifa á íslensku
Að lesa og skrifa á íslensku er námsleið fyrir fullorðna einstaklinga af erlendum uppruna sem er ólæst eða illa læst á latneskt letur.
Námsþættir og áherslur í námi
Áhersla er á grunnfærni í íslensku og að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða og orða. Nemendur læra einfaldan grunnorðaforða sem nýtist í daglegu lífi og þjálfa sig í einfaldri setningagerð. Æft er talað mál, skilning, lestur og ritun einfaldra texta og setninga. Tölur, tákn og greinamerki eru einnig þjálfuð í náminu í samblandi við hljóð- og stafa innlögn.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru nýttar í náminu og mikil áhersla er á að nýta tölvur, snjalltæki og námsforrit í náminu.
Námsmat
Einhver heimavinna fylgir náminu, breytileg eftir námsþáttum og einstaklingum. Í lokin er staða nemenda metin.
Kennslufyrirkomulag
Námsleiðin verður kennd fjóra daga í viku frá kl. 13:00-15:30.
Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar veita Kristín og Sveindís í síma 421-7500 eða kristin@mss.is / sveindis@mss.is
Verð: 31.000
Tímabil: 23. janúar - 23. mars
