Stökkpallur

Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms.

Námsmenn vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Tilgangur þess er að virkja þá til þátttöku í atvinnulífi eða til áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við verkefni sem þeim eru falin á vinnustað eða hjá fræðsluaðila og stuðla þannig að jákvæðu viðhorfi til vinnumarkaðar og áframhaldandi náms.

 

Námsgreinar

Markmiðasetning og sjálfsefling
Samskipti og samstarf
Vinnuumhverfi og vinnustaðir
Vettvangsnám á vinnustað

Markmið eru að námsmaður:

 • hafi kynnst helstu leiðum til að afla upplýsinga um nám og störf.
 • hafi kynnst gagnlegum aðferðum í samskiptum og við samstarf.
 • hafi kynnst starfsumhverfi, reglum og vinnuferlum á vinnustað.
 • hafi kynnst aðferðum til að ná settum markmiðum.
 • hafi tekið þátt í uppbyggilegum samskiptum.
 • setji persónuleg markmið í einkalífi og starfi.
 • vinni sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar.
 • vinni í samræmi við öryggis-, hreinlætis- og gæðakröfur.
 • sýni trú á eigin getu.
 • sýni jákvætt viðhorf til starfa og frekara náms.
 • nýti góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar.
 • leysi algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti.
 • eigi árangursrík samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.


Kennslufyrirkomulag

Námskráin er 180 klukkustundir og skiptist í 4 námsþætti. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Kennsla fer fram alla virka daga frá kl. 08:30-12:30.


Námsmat
Leiðbeinandi metur árangur og námsframvindu með fjölbreyttum matsaðferðum án þess að nota hefðbundin próf.

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður í síma 421-7500 eða á stokkpallur@mss.is

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar. 

Verð: 68.000
Tímabil: 15. september - 26. nóvember

Sækja um
Stökkpallur