Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða að stofna til eigin reksturs. Námið er 440 klukkustundir og mögulegt að meta það til 22 eininga á framhaldsskólastigi.

Markmið að námsmaður:

 • Efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa tengd sölu-, markaðs- og rekstrarmálum
 • Öðlist hæfni í gerð áætlana í tengslum við sölu- , markaðs- og rekstrarmál og fylgja þeim eftir
 • hafi góða innsýn í rekstur fyrirtækja 
 • Þjálfist í að
  -stýra verkefnum
  -undirbúa eigin rekstur
  -starfa við sölu- og markaðsmál
  -stofna einkahlutafélag og gera markaðs-, rekstrar- og viðskipatáætlun fyrir félagið
 • Öðlist skilning og reynslu á fjölbreyttum verkfærum og verkferlum sem 
  nýtist honum í starfi

Námsgreinar og áherslur:

 • Tölvu- og upplýsingatækni (samþætt gegnum námsleiðina)
 • Námstækni og námsdagbók
 • Markmiðasetning
 • Gerð viðskiptaáætlana (Inngangur)
 • Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
 • Áætlanagerð í töflureikni
 • Framsögn og framkoma
 • Samskipti
 • Verslunarreikningur
 • Lykiltölur og lausafé
 • Sölutækni og viðskiptatengsl
 • Verkefnastjórnun
 • Samningatækni
 • Gerð kynningarefnis
 • Almenn markaðsfræði
 • Markaðsrannsóknir
 • Markaðssetning á netinu
 • Markaðssetning og samfélagsmiðlar
 • Gerð viðskiptaáætlunar – Lokaverkefni

 
Námsmat
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.


Kennslufyrirkomulag

Námið er skipulagt sem dreifinám. Kennt er þrjú síðdegi í viku auk verkefna og fyrirlestra á netinu. Þegar kemur að námsmati er lögð áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Dreifinám er kennt með þeim hætti að hluti náms fer fram í gegnum netið og hluti í skólastofu, þá eru fyrirlestrar, verkefni og efni frá kennurum aðgengilegt á kennslukerfi MSS.

Nánari upplýsingar veita Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á smr@mss.is


Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar


Tímabil: 1. febrúar - 16. Desember

Páskafrí: 11. – 15. apríl

Sumarfrí 20. júní – 12. ágústVerð: 108.000
Tímabil: 1. febrúar - 16. desember

Sækja um
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám