Sölu- og markaðsnám - SMR I

Viltu styrkja þig í sölu- og markaðsmálum? Langar þig að stofna eigið fyrirtæki?

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum og markaðsmálum. Námið er 222 klukkustundir og mögulegt að meta það til 11 eininga á framhaldsskólastigi. 

Markmið að námsmaður geti eftir námið: 

  • Markaðssett vörur og fyrirtæki í fjölmiðlum og á netinu.
  • Stofnað fyrirtæki út frá eigin hugmyndum.
  • Sett raunhæf markmið og fyllt þeim eftir með verkefnastjórn.
  • Búið til faglegt kynningarefni sem vekur athygli.
  • Kynnt vörur sínar eða fyrirtæki á vörusýningu.
  • Notað upplýsingatækni, netið og samfélagsmiðla til að kynna og selja vörur.

Námsþættir:

  • Microsoft Teams fyrir fjarfundi og námsefni
  • Námstækni  
  • Markmiðasetning  
  • Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja  
  • Almenn markaðsfræði  
  • Gerð kynningarefnis  
  • Markaðsrannsóknir  
  • Markaðssetning og samfélagsmiðlar  
  • Markaðssetning á netinu  
  • Sölutækni og viðskiptatengsl  
  • Verkefnastjórnun 
  • Framsögn og framkoma  
  • Tölvu og upplýsingatækni

 

Námsmat 

Þegar kemur að námsmati er lögð áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Kennt er samkvæmt námskrá frá  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og mögulegt að sækja um við framhaldsskóla að 11 námseiningar verði metnar eftir þetta nám.  

Kennslufyrirkomulag 

Námsleiðin verður kennt sem valvíst nám sem þýðir að þátttakendur geta mætt á staðinn eða verið með stafrænt gegnum Microsoft Teams mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-20:00. Aukatímar í upplýsingatækni eru í fjarvinnu á föstudögum kl. 17:00-19:00 þar sem þátttakendur geta borið upp spurningar sínar tengdar þeim forritum sem notuð eru í náminu, eins og til dæmis, Word, Excel, PowerPoint og Teams.

Einnig hafa þátttakendur kost á því að fylgjast með fyrirlestrum eftir á og sinna verkefnum og samvinnu á eigin tíma. 

 

Styrkir vegna skólagjalda 
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 

Nánari upplýsingar veita Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á smr@mss.is 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar 

Verð: 56.500
Tímabil: 15. janúar - 23. maí

Sækja um
Sölu- og markaðsnám - SMR I