Líf og heilsa - lífstílsþjálfun
Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu.
Markmið er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Rík áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða eftirfylgni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról, sykursýki af gerð tvö o.fl.
Námið
Námið er hugsað fyrir þátttakendur sem:
- langar að stunda heilbrigðar lífsstílsvenjur
- langar að fá betri tilfinningu fyrir því hvað og hve mikið má borða. Hvaða áhrif hefur maturinn á þig og hafa yfirsýn yfir fjölbreyttu mataræði.
Markmið
Þátttakendur munu vinna að fjölbreyttum verkefnum:
- Markmiðasetning
- Samvinna, markmiðasetning og hvatning
- Heilsulæsi
- Skráning á þáttum tengdum heilsu s.s. næringu, svefn, hreyfingu og öðlast færni til að leggja mat á eigin heilsu.
- Fjölbreytt hreyfing
Farið yfir ráðleggingar sérfræðinga um hreyfingu og áhrif hennar á andlega og líkamlega heilsu fólks
- Hollt mataræði
- Skammtastærðir og næring
- Andlegar áskoranir
- Fjölbreyttar aðferðir til að bæta andlega líðan sem og þjálfun í að beita aðferðum til að aukavirkni og vellíðan
- Eftirfylgni
- Nær yfir 9 mánaða tímabil – viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í grunnþjálfun
Afrakstur
Hvað verður gert:
- Viðtal við þátttakendur:
- Í fyrsta viðtalinu er farið yfir markmið, heilsu og aðstæður þátttakenda
- Í öðru viðtalinu, við lok grunnþjálfunar, yrði farið yfir árangur og markmiðin endurskoðuð
- Í þriðja viðtalinu, í lok námsins yrði farið yfir árangur af náminu, þær lífsstílsbreytingar sem orðið hafa og markmiðasetningu í framhaldinu
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið verður kennt í fjarnámi, með einstaklingsbundinni eftirfylgni. Námið er 300 klst. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Styrkir vegna námskeiðsgjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar.
Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Hólmfríður í síma 421-7500 eða holmfridur@mss.is
Verð
24.000 kr.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Verð: 24.000
Tímabil: 20. september - 25. maí
