Sterkari starfskraftur

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við almenn skrifstofustörf og auka færni þeirra við upplýsingatækni. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við örar breytingar samfara fjórðu iðnbyltingunni í atvinnulífinu.

Námið er 160 klukkustundir að lengd, sem er mögulegt að meta til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

 

Hæfniviðmið náms

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Eiga í farsælu samstarfi og samskiptum við ólíka einstaklinga við mismunandi aðstæður
 • Setja sér stefnu og markmið um eigin starfsþróun, símenntun og heilsueflingu
 • Vinna í netumhverfi á ábyrgan hátt
 • Virða og stuðla að umhverfisvernd, lýðræði og mannréttindum á vinnustað
 • Leysa fjölbreytt verkefni með skapandi og gagnrýnni hugsun
 • Koma hugmyndum sínum á framfæri, sýna frumkvæði og beita lausnamiðun
 • Nota tölvur og snjallforrit sér til gagns og geta átt samskipti með rafrænum hætti
 • Vinna með margvísleg gögn á ábyrgan hátt með tilliti til persónuverndar og höfundarréttar
 • Velja og meta forrit og netumhverfi sem hentar hverju viðfangsefni
 • Geta dregið mörk milli vinnu og einkalífs og greint streituvalda
 • Færni til að geta unnið í síbreytilegu vinnuumhverfi

Námsþættir:

 • Sjálfstyrking og starfsþróun
 • Umhverfi og menning
 • Lausnaleit og skapandi nálgun
 • Tölvunotkun
 • Notkun og framsetning upplýsinga
 • Öflug liðsheild

Námsmat
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag
Kennsla fer fram í dreifnámi og tekur um þrjá mánuði. Námið hentar því vel fólki með vinnu. Kennt er tvö síðdegi í viku kl. 17:00 - 20:00 auk eins laugardags í mánuði frá kl. 09:00 - 14:00. Þegar kemur að námsmati er lögð áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu og umræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á namskeid@mss.is

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 45.000
Tímabil: 29. ágúst - 7. desember

Sækja um
Sterkari starfskraftur