Sterkari starfskraftur

Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við almenn skrifstofustörf
og auka færni þeirra við upplýsingatækni. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við
örar breytingar samfara fjórðu iðnbyltingunni í atvinnulífinu.Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Eiga í farsælu samstarfi og samskiptum við ólíka einstaklinga við mismunandi aðstæður.
 • Setja sér stefnu og markmið um eigin starfsþróun, símenntun og heilsueflingu.
 • Vinna í netumhverfi á ábyrgan hátt.
 • Virða og stuðla að umhverfisvernd, lýðræði og mannréttindum á vinnustað
 • Leysa fjölbreytt verkefni með skapandi og gagnrýnni hugsun.
 • Koma hugmyndum sínum á framfæri, sýna frumkvæði og beita lausnamiðun.
 • Nota tölvur og snjallforrit sér til gagns og geta átt samskipti með rafrænum hætti.
 • Vinna með margvísleg gögn á ábyrgan hátt með tilliti til persónuverndar og höfundarréttar.
 • Velja og meta forrit og netumhverfi sem hentar hverju viðfangsefni.
 • Geta dregið mörk milli vinnu og einkalífs og greint streituvalda.
 • Færni til að geta unnið í síbreytilegu vinnuumhverfi.Námsleiðin stendur í samtals 160 klukkustundir og samanstendur af eftirfarandi námskeiðum:

 • Sjálfstyrking og starfsþróun
 • Umhverfi og menning
 • Lausnaleit og skapandi nálgun
 • Tölvunotkun
 • Notkun og framsetning upplýsinga
 • Öflug liðsheildNámsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.Nánari upplýsingar veita:

Hrannar – hrannar@mss.is

Linda – linda@mss.is

Sími: 421-7500

 

*Birt með fyrirvara um breytingar

*Námsleiðin fer af stað þegar lágmarks þátttaka hefur náðst

Verð: 45.000
Tímabil: 26. ágúst - 21. október

Sækja um
Sterkari starfskraftur