Praktísk sköpun og miðlun

Spennandi nám fyrir áhugasama um framleiðslu á efni fyrir hina ýmsu miðla (content creation). Námið er að miklu leyti verklegt þar sem þátttakendur, undir handleiðslu reynslumikilla leiðbeinenda, læra helstu hugtök og aðferðir sem gott er að kunna. Þátttakendur vinna mikið sem hópur á námskeiðinu en einnig er lögð áhersla á að hver og einn öðlist getu til að vinna sjálfstætt. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við örar breytingar á samfélagsmiðlum og í atvinnulífinu. Námið er unnið í samstarfi við Stúdíó Sýrland og búa kennarar yfir mikilli þekkingu á þessu sviði.


Námið

Námið er hugsað fyrir þátttakendur sem:

 • langar að búa til og birta eigið efni, t.d. á Youtube, samfélagsmiðlum og víðar.
 • langar að öðlast skilning á textagerð, handritsgerð og getu til að koma því frá sér á skilmerkilegan hátt.
 • langar að geta tjáð sig fyrir framan myndavél, hljóðnema eða annað fólk með skýrum hætti.
 • eru 18 ára og eldri.


Markmið

Þátttakendur munu vinna að fjölbreyttum verkefnum:

 • Myndataka (vídeó og ljósmyndir)
 • Lýsing
 • Hljóðupptaka og vinnsla
 • Handritsgerð
 • Textagerð
 • Leiklist
 • Heimasíðugerð
 • Samfélagsmiðlar
 • Hlaðvarpsgerð


Afrakstur

Hvað verður gert:

 • Stuttmynd
 • Hlaðvarp/Podcast
 • Heimasíða
 • Ferilskrá
 • Kynningarbréf
 • Heimsóknir í fyrirtæki
 • Lokaverkefni


Kennslufyrirkomulag

Námið er einnar annar nám (510 kennslustundir) og er kennt alla virka daga frá klukkan 08:30 til 12:00. Lögð er áhersla á fjölbreytta verkefnavinnu, hópavinnu og umræður. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. 

 

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Hólmfríður í síma 421-7500 eða holmfridur@mss.is 

 

Verð: 140.000
Tímabil: 19. september - 14. desember

Sækja um
Praktísk sköpun og miðlun