Jólanámskeið - Olíumálun hjá Eybjörgu

Hið sívinsæla olíumálningarnámskeið Eybjargar er komið aftur. Skráðu þig sem fyrst til að tryggja þér sæti.


Um Eybjörgu:

Eybjörg er sjálfmenntuð listakona sem lærði mest þegar einn samnemandi hennar, Tobba Óskarsdóttir, bauð henni að læra olíumálningu í skiptum fyrir stærðfræðikennslu. Þetta hefur leitt til þess að nú hefur Eybjörg málað fjölda malverka sem hún hefur selt með góðum árangri.


Námskeiðslýsing

Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir byrjendur. Þátttakendur munu kynnast þeim áhöldum og efnum sem nauðsynleg eru til að mála olíumálverk. Þeir munu læra að nota íblöndunarefnin á réttan hátt og fá tækifæri til að mála sitt eigið olíumálverk undir þemanu „Landslagsmynd“. Hægt er að fylgja Eybjörgu Daníelsdóttur á bæði Facebook og Instagram eða heimsækja hana í gallerýið hennar á Hafnargötu í Keflavík.


Markmið eru að námsmaður geti í lok námskeiðs:

·        Nefnt öll áhöld og efni sem þarf til að mála með olíu

·        Notað íblöndunarefnin rétt

·        Málað málverk með olíumálningu


Námsmat:

Þátttakendur taka heim með sér olíumálverk eftir sjálfa sig.


Kennslufyrirkomulag:

Kennt verður í húsnæði MSS 5. og 7. desember frá kl. 17:00-20:00.

Allt efni innifalið í verðinu – þú bara mætir.


Hámarksfjöldi:

15 þátttakendur (þegar námskeið fyllist fara þátttakendur á biðlista og verða fluttir í næsta hóp sem verður auglýst síðar).


Verð:

Kr. 30.000,-


Þátttakendur eru hvattir til að athuga hvort stéttarfélag þeirra taki þátt í greiðslu.

Skráningu lýkur 1. desember 2022 - Ath. að skráning þýðir að þú skuldbindur þig til þátttöku og færð greiðsluseðil í heimabanka áður en námskeið hefst.

Verð: 30.000
Tímabil: 5. desember - 7. desember

Sækja um
Jólanámskeið - Olíumálun hjá Eybjörgu