Léttu þér vinnuna með PowerPoint

Bættu við PowerPoint þekkingu þína og útbúðu áhrifaríkar kynningar

 

Vektu athygli með árangursríkum kynningum eftir þetta framhaldsnámskeið í PowerPoint. Námskeiðið er hannað fyrir þá sem kunna þegar á grundvallaratriðin í PowerPoint og byggir á þeirri kunnáttu. Markmiðið er að færnin styrkist og öryggið aukist í samræmi við það.


Þú lærir að gera fallegar og áhrifaríkar kynningar. Kennarinn mun leiða þig í gegnum leiðir til að hanna útlit, nota hreyfimyndir, beita gagnvirkni og kynna efnið á áhrifaríkan hátt. Hikaðu ekki við að mæta með þínar eigin spurningar og leggja verkefni fyrir bæði kennarann og hópinn sem hægt verður að leysa í sameiningu. Þannig verður námskeiðið nátengt þinni reynslu og veruleika atvinnulífsins.


Það sem þú lærir:

Setja saman faglegar kynningar sem vekja athygli.

Búa til viðeigandi hreyfimyndir.

Setja upp gagnvirkar kynningar.

Flytja grípandi og áhrifaríkar kynningar.

Vinna með öðrum að hönnun kynninga.

Deila kynningum með öðrum.

Nota kynningar bæði í persónu og á netinu.


Fyrir hverja:

Fólk úr atvinnulífinu sem hefur einhverja reynslu af PowerPoint og vill læra meira.

Við mælum með að taka fyrst námskeiðið: Byrjaðu með PowerPoint.

 

Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

Kennt mánudaga og miðvikudaga kl.13:00 - 15:00

Kennt í húsnæði MSS, Krossmóa 4A, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson hrannar@mss.is og Hólmfríður Karlsdóttir holmfridur@mss.is í síma 421-7500

Verð: 49.000
Tímabil: 27. nóvember - 13. desember

Sækja um
Léttu þér vinnuna með PowerPoint