Tölvunámskeið – spjaldtölvur og snjallsímar

Markmiðið er að efla tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:

 

Námsþættir:

·      Rafræn skilríki og síður sem flestir þurfa að geta sótt (heilsuvera.is, skattur.is, o.fl. )

·      Heimabanki og netverslun ( millifærslur í heimabanka, reikningar, bókanir og pantanir á netinu með kreditkorti )

·      Samfélagsmiðlar og efnisveitur (Facebook, Netflix, o.fl. )

·      Tölvupóstar og rafræn samskipti (Google)

 

Kennsluaðferðir og námsefni:

Kennslan verður einstaklingsmiðuð og því sniðin að þörfum hvers og eins en almenn atriði kynnt að hluta til fyrir alla á sama tíma.


Tímasetning:

Miðvikudaginn 11. október og fimmtudaginn 12. október 2023.

Frá kl. 09:00 - 12:00

 

Styrkir vegna skólagjalda

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hrannar (hrannar@mss.is) og Hólmfríður (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500

Verð: 19.000
Tímabil: 11. október - 12. október

Sækja um
Tölvunámskeið – spjaldtölvur og snjallsímar