Samvinna starfsendurhæfing

Um Samvinnu

Samvinna er starfsendurhæfingardeild innan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Í upphafi starfseminnar var Samvinna sjálfseignastofnun og byrjaði fyrsti hópurinn, sem taldi 20 nemendur í október 2008. Frá ágúst 2014 hefur Samvinna verið rekin sem deild innan MSS og er með þjónustusamning við Virk Starfsendurhæfingarsjóð frá árinu 2013.


Hugmyndafræði

Hugmyndafræði Samvinnu gengur út á að vinna að heilstæðri úrlausn með hindranir þátttakenda á einstaklingsmiðaðan hátt. Þátttakandi er sjálfur virkur í sinni endurhæfingu frá upphafi þar sem hann kemur með virkum hætti að gerð sinnar endurhæfingaráætlunar. Endurhæfingin fer að mestum hluta fram í hóp, t.d. með námskeiðum, fræðslu, hópefli og líkamsþjálfun en einnig á einstaklingsmiðaðan hátt þar sem tekið er mið að þörfum hvers og eins til dæmis með viðtölum eða þjálfun hjá fagaðilum, vinnuprufun eða starfsþjálfun.

Unnið er að því að bæta líkamlega, andlega og félagslega stöðu einstaklinga með það að markmiði að þeir verði tilbúnari í starf á almennum vinnumarkaði eða í áframhaldandi námi. Áhersla er lögð á að efla og virkja hvern þátttakanda með það að markmiði að hann öðlist trú á sjálfan sig og eigin getu. Þátttakendur fá aðstoð við að taka á hindrunum sínum og efla styrkleika sína, ásamt þjálfun í að setja sér raunhæf markmið.  Samvinna býður upp á fjölbreytt úrræði sem aðstoða þátttakendur við að bæta heilsu sína og líðan, halda virkni og rútínu, hitta aðra einstaklinga sem eru að vinna með eigin hindranir ásamt því að kynnast vinnumarkaðinum á svæðinu og fá tækifæri til að láta reyna á vinnugetu sína.


Frekari upplýsingar varðandi tilvísun og endurhæfingarleiðir má finna hér efst á síðunni undir Samvinna.

Frekari upplýsingar veita ráðgjafar Samvinnu:

R. Helga Guðbrandsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi í síma 421-7500/412-5960 eða rhelga@mss.is
Gunnrún Theodórsdóttir félagsráðgjafi í síma 421-7500/412-5961 eða gunnrun@mss.is
Sunna Björg Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi í síma 421-7500/412-5980 eða sunna@mss.is
Þórdís Marteinsdóttir ráðgjafi í síma 421-7500/412-5953 eða thordis@mss.is