Tjáning

Markmið tímanna er að auka öryggi og færni einstaklings í tjáningu. Tjáning er lykill að farsælum samskiptum en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma fram á skýran og skilmerkilegan hátt.

Einstaklingar eru þjálfaðir í að gera grein fyrir máli sínu, tala af öryggi fyrir framan hóp fólks, leggja áherslur á aðalatriði og auka þar með áhrifamátt sinn og útgeislun. Einnig er unnið með mikilvægi skoðanaskipta, þar sem hver og ein skoðun skiptir máli hvort sem þú sért sammála henni eður ei.

Unnið er út frá verkefnum úr lífi og starfi þátttakenda, sem og verkefnum úr fjölmiðlum og annars staðar frá. Þátttakendur eru þjálfaðir í að gera grein fyrir þeim á sannfærandi og hnitmiðaðan hátt. Með æfingu og endurgjöf leiðbeinanda er unnið markvisst að því að fá þátttakendur til að blómstra sem málssvara sinna verkefna og hópa.

Kenndar eru nýjar aðferðir sem nota má til að flytja texta þannig að hann verði lifandi, skemmtilegur og áhrifamikill. Námskeiðið er 12 kennslustundir.

Til baka