2. júní 2015
Aðalfundir Kvasis og Leiknar
Aðalfundir Leiknar og Kvasis voru haldnir hér hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þann 27. maí sl. og einnig verkefnastjórafundur Kvasis. Þar hittust forstöðumenn símenntunarmiðstöðva alls staðar að af landinu á aðalfundum en verkefnastjórar hittust á sameiginlegum fundi verkefnastjóra miðstöðvanna.
Um kvöldið að fundum loknum var gestunum boðið að skoða Rokksafn Íslands en kvöldinu lauk svo með kvöldskemmtun og dýrindis mat í Krossmóanum í húsakynnum MSS.
Málþing um fullorðins- og framhaldsfræðslu var svo haldið daginn eftir á vegum Leiknar og Kvasis undir yfirskriftinni Þurfa kennarar að vera tæknitröll?
Að neðan má sjá myndir frá fundunum og málþinginu.