16. desember 2014

Annar fundur ELVETE verkefnisins í Búlgaríu

Annar fundur ELVETE verkefnisins í Búlgaríu

Annar alþjóðlegur fundur samstarfsaðila í Evrópuverkefninu ELVETE - Employer-Led Vocational Educational and Training in Europe

Annar fundur samstarfshópsins í ELVETE verkefninu var haldinn í Plovdiv í Búlgaríu dagana 15 og 16. október 2014 en Courage Foundation var gestgjafi að þessu sinni og hélt utanum og skipulagði fundinn.

ELVETE er samstarfsverkefni 12 evrópskra aðila, en það er Háskólinn í Wolverhampton sem stýrir  starfinu. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsnám og –þjálfun með því að leggja ríkari áherslu á að þjálfuð sé sú hæfni sem atvinnuveitendur þarfnast frá ungum nemum sem útskrifast úr starfsnámi.

Á fundinum í Plovdiv fóru samstarfsaðilarnir yfir stöðu verkefnisins og skipulögðu næstu skref.

Frá upphafsfundi verkefnisins í febrúar 2014. í Wolverhampton hafa samstarfsaðilarnir unnið að skráningu raundæma sem sýna fram á framúrskarandi vinnubrögð í samstarfi atvinnulífs og menntastofnana. Einnig verður horft til þess hvort fyrirtæki sýni skuldbindingu varðandi menntun í sínum geira. Samstarfsaðilum var skipt í tvo hópa byggt á sérhæfingu þeirra. Annar hópurinn mun skrifa upp raundæmi út frá sjónarhorni fyrirtækja en hinn frá sjónarhorni menntastofnana og hvernig samskiptum þeirra við atvinnulífið er háttað.

Gagnaöflun, úrvinnslu og skráningu raundæmanna mun ljúka í desember 2014 (um áramót) og munu samanburðar- og niðurstöðuskýrslur rannsóknirnar þar sem áhersla verður lögð á vel heppnað samstarf og sameiginlega fleti milli rannsókna og landa verða aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins www.elvete.eu

Seinni hluti verkefnisins snýst svo um að taka upplýsingarnar sem safnað hafði verið í fyrri hlutanum og teikna upp módel af námsskrá sem verður tilraunakeyrð hjá tveimur af samstarfsaðilunum yfir sex mánaða tímabil. Hjá öðrum samstarfsaðilunum mun námskráin verða reynd hjá tilraunahópum til að fá endurgjöf frá menntastofnunum, vinnuveitendum auk aðila sem koma að reglugerð og stefnumótun við hönnun námskráa.

Næsti fundur samstarfsaðila í verkefninu verður haldinn í Vilníus í Litháen í júní 2015.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnisins: http://www.elvete.eu/

ELVETE samstarfsverkefnið er fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu sem fellur undir Lifelong Learning Programme (undirverkefni í Leonardo da Vinci). Þessi útgáfa endurspeglar eingöngu skoðanir höfunda en Evrópusambandið ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum eða innihaldi þess efnis sem birtist hér.

Til baka í fréttir