8. desember 2014
Bókakynning á aðventu - Takið 11. desember frá fyrir kósýheit
Fimmtudaginn 11. desember kl. 11:00 ætlum við hjá MSS að skapa aðventustemningu og fá til okkar heimsókn og bókakynningu.
Guðni Ágústsson gaf nýverið út bókina Hallgerður, en bókin hefur notið mikilla vinsælda og fyrsta upplag seldist upp á skömmum tíma.
Forlagið, útgáfa hefur þetta að segja um bókina:
Stórfengleg og skemmtileg bók þar sem Guðni Ágústsson kemur Hallgerði langbrók til varnar.
Hér sýnir sögumaðurinn Guðni á sér nýjar og óvæntar hliðar með frábærum flutningi og góðri sögu.
Guðni mun koma og lesa úr bók sinni um Hallgerði fimmtudaginn 11. desember kl 11:00. Það væri ánægjulegt að fá sem flesta til að taka þátt í heimsókn Guðna. Væri ekki tilvalið að taka hlé frá verkefnum dagsins á aðventunni og njóta bókamenningar.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.