14. september 2015

Clowning – Samskiptanámskeið fyrir þig?

Clowning – Samskiptanámskeið fyrir þig?

MSS heldur námskeið sem kynnir til leiks nýja vídd í samskiptatækni. 

Leynist lítill trúður í þér?
Ef þú starfar í samskiptum við einstaklinga eða hópa og vilt læra áhrifaríka og skemmtilega aðferðafræði til að ná fram hugmyndum og tilfinningum þátttakenda, þá er þetta námskeið fyrir þig!

Hvað er Clowning?
Nálgunin við trúðsleikinn hefur verið þróuð síðastliðin ár og endurspeglast hvort tveggja í persónulegum innri þroska trúðsins og í félagslegum sáttamiðlunum. Trúðsleikur stuðlar að dýpri skilningi á aðstæðum einstaklinga og veitir innsýn í ólík sjónarmið. Aðferðafræðin hentar því vel þegar takast þarf á við umdeild umræðuefni og ná fram hugmyndum og tilfinningum þátttakenda. Þátttakendur eru fólk sem hefur fjölbreyttan persónulegan og félagslegan bakgrunn, fólk á öllum aldri, með eða án leiklistarreynslu.

Námskeiðið
Um er að ræða 16 kennslustunda smiðju (workshop) sem er kennd á tveimur dögum, dagana 2. og 3. október 2015. Þátttakendur upplifa skemmtilega og yfirgripsmikla kynningu á trúðsleik (clowning) og því hvernig nálgast má samskipti í gegnum leikræna tjáningu. Trúðsnefið sjálft er gríman sem notuð er til að fella grímu einstaklingsins á sama tíma og það auðveldar okkur að finna þann skapandi kraft sem býr innra með okkur flestum.

Leiðbeinandi 
Angela Hopkins frá Bristol í Englandi. Hún var þjálfuð hjá Nose to Nose í London við að kenna sérfræðingum að nýta sér trúðsleik til að vinna með einstaklingum og hópum. Hún hefur unnið með hópum víðsvegar um Evrópu og starfar aðallega í Berlín. 

Allar frekari upplýsingar og skráning hér

Til baka í fréttir