4. júlí 2022

Echoo Play Erasmus+ verkefni á Íslandi

Echoo Play Erasmus+ verkefni á Íslandi

Fulltrúar frá Ítalíu, Frakklandi og Finnlandi heimsóttu Ísland vikuna 27. júní til 1. júlí 2022. Markmiðið með heimsókninni var að þjálfa kennara til að lóðsa nemendur í gegnum aðferðafræði sem hönnuð hefur verið af verkefninu.

Þeir sem luku þjálfuninni hlutu titilinn: "European Career and Orientation Play Facilitator and Trainer".

Þátttakendur fengu þjálfun í að kenna með "LEGO Serious Play" aðferðafræði sem sérstaklega er aðlöguð að Echoo Play verkefninu. Einnig fengu þátttakendur þjálfun í að nota borðspil við kennslu sem styður við ráðningarhæfni þeirra sem taka þátt.

Hópurinn heimsótti Friðheima þar sem rætt var við einn eiganda fyrirtækisins, Knút Rafn Ármann, og hann kynnti hvernig fyrirtækið varð til og hvernig það er rekið. Einnig sýndi hann hópnum hvernig fyrirtækið hélt í starfsfólk gegnum Covid-19 faraldurinn með því að beina starfskröftum þeirra í byggingu stærra svæðis í stað þess að taka á móti ferðamönnum. Afraksturinn eftir Covid er 100% stækkun fyrirtækisins á tíma þar sem flest fyrirtæki stöðnuðu eða töpuðu starfsfólki.

Til baka í fréttir