27. janúar 2022

Eflum atvinnuleitendur

Eflum atvinnuleitendur

Viltu á markvissan hátt vinna að því að styrkja stöðu þína og stefna út á vinnumarkað á ný eða í frekara nám? MSS býður upp á dagskrá þar sem einstaklingum er gefinn kostur á að efla styrkleika sína, auka möguleika á að ná markmiðum sínum og víkka sjóndeildarhringinn.

Unnið er að því að styrkja stöðu þeirra sem eru í atvinnuleit með náms- og starfsráðgjöf og boðið verður upp á ýmsa heilsu- og starfstengdafræðslu.

Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá Jóhanni Birni hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500 eða netfangið johann@mss.is

Til baka í fréttir