18. september 2015
Ekki missa af grafískri hönnunarsmiðju - Nokkur sæti laus
Grafísk smiðja hefst hjá MSS 29. september nk. Enn eru nokkur sæti laus á þessu vinsæla námskeiði.
Þetta er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Photoshop (myndvinnsla), Illustrator (teikning), og InDesign (umbrot).
Markmið námskeiðsins eru:
- Að námsmenn nái tökum á grunni hvers forrits
- Að vinna einföld verkefni með samþættingu allra forritana
- Að koma frá sér hugmyndum á tölvutæku formi
Námskeiðið byggist á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum.
Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl 18:00 til 21:00 í tölvuveri MSS Krossmóa 4. Skráning og frekari upplýsingar hér