20. júní 2016
Ellefta háskólahátíð MSS var haldin í Kirkjulundi þann 17. júní
Þann 17. júní sl. var ellefta háskólahátíð MSS haldin í Kirkjulundi í tilefni að útskrift nemenda sem hafa stundað nám við Háskólann á Akureyri með aðstöðu og stuðning MSS.
Það voru 31 nemendur sem útskrifuðust úr hjúkrunarfræði, viðskiptafræði, iðjuþjálfunarfræði, sálfræði, fjölmiðlafræði og nútímafræði.
Að því tilefni ávörpuðu Guðbrandur Einarsson varaformaður stjórnar MSS, Eydís Sveinbjarnardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs HA, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar nemendur auk þess sem Gerður Sigurðardóttir talaði fyrir hönd nemenda.
MSS óskar útskriftarnemunum öllum innilega til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni með bestu þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.
Á myndinni má sjá þá útskriftanema sem sáu sér fært að mæta á háskólahátíðina þann 17. júní.