23. júní 2022

Erasmus verkefni tengt frumkvöðlahugsun

Erasmus verkefni tengt frumkvöðlahugsun

MSS hefur verið þátttakandi í ERASMUS verkefninu CDTMOOC með samstarfsfélögum frá Ítalíu, Finnlandi, Lúxemborg og Frakklandi en verkefninu hefur verið stýrt frá Finnlandi. Verkefnið átti að ljúka vorið 2021 en vegna heimsfaraldursins þá mun því ljúka í september n.k. 2022.

Verkefnið miðar að því að nota fjölbreyttar rannsóknaraðferðir til að skoða hvernig hægt er að styðja við fólk í námi og vinnu til að efla frumkvöðlahugsun sína. Hópurinn hefur unnið að undirbúningi á tölvuleik (e.gamification) eða app sem sett verður á gagnvirkan Mooc kennsluvef, sem verður opinn öllum. Þar getur nemandinn lært um skapandi vandamálalausn, hönnunarhugsun og mannmiðaða hönnun, sem eru mikilvægar í frumkvöðlastarfi í dag. Handbækur byggðar á rannsóknum og verkefnum CDTMOOC eru þýtt á tungumálum þátttökulandanna.

Nú er komið að lokum þessa verkefnis og hefur myndast þéttur hópur sem hefur lagt mikla vinnu í afurðir verkefnisins sem má sjá á heimasíðu CDTMOOC.EU.

Síðasti fundurinn var haldinn hér hjá okkur í MSS 18.-20.maí s.l. Það er mikill lærdómur sem felst í að taka þátt í svona verkefni og ekki síst er það falið í vinnunni með þessum frábæru fagmönnum sem koma að efninu út frá sjónarhorni ólíkra menntastiga og reynslu í nýsköpun og tækni.

Slóð inn á heimasíðu verkefnisins og nánari upplýsingar eru hér https://cdtmooc.eu/  og á fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/cdtmooc  

Til baka í fréttir