27. október 2025

Farsælt samstarf við Vísi hf.

Farsælt samstarf við Vísi hf.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er afar stolt af áralöngu samstarfi við Vísi hf. í Grindavík. Í síðustu viku, þann 22. október á Bleika deginum, luku 47 starfsmenn Vísis 48 klukkustunda námskeiði fyrir fiskvinnslufólk. Á námskeiðinu er markmiðið að auka þekkingu á vinnslu sjávarafla og meðferð allt frá veiðum að borði neytandans. Áhersla er á gæði, hreinlæti, öryggismál, umhverfismál, líkamsbeitingu, skyndihjálp, fjölmenningu, sjálfstyrkingu og samskipti.
Vísir og MSS hafa átt farsælt samstarf allt frá upphafi MSS fyrir um 27 árum. Fiskvinnslunámskeiðin eru haldin nær árlega en auk þeirra hefur samstarfið snúið að fjölbreyttri fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn fyrirtækisins.
MSS óskar starfsmönnum Vísis til hamingju með áfangann!

Til baka í fréttir