27. október 2025
Farsælt samstarf við Vísi hf.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er afar stolt af áralöngu samstarfi við Vísi hf. í Grindavík. Í síðustu viku, þann 22. október á Bleika deginum, luku 47 starfsmenn Vísis 48 klukkustunda námskeiði fyrir fiskvinnslufólk. Á námskeiðinu er markmiðið að auka þekkingu á vinnslu sjávarafla og meðferð allt frá veiðum að borði neytandans. Áhersla er á gæði, hreinlæti, öryggismál, umhverfismál, líkamsbeitingu, skyndihjálp, fjölmenningu, sjálfstyrkingu og samskipti.


