20. júní 2016
Félagsliðabrú í boði haust 2016
MSS og Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi bjóða upp kennslu á félagsliðabrú haustið 2016. Námið er 32 einingar og er kennt á fjórum önnum. Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er 7 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa.
Athugið að tímasetning er birt með fyrirvara um breytingu.
Fyrir hverja?
- Þá sem hafa náð 22 ára aldri.
- Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði ummönnunar barna, unglinga, fatlaðra, sjúkra og aldraðra.
- Þá sem hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarmiðstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila, s.s. ýmis fagnámskeið, starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði.
Verð
Þátttakendur greiða kr. 99.000 fyrir 32 einingar en kr. 120.000 ef þeir taka bæði valsviðin. Stéttarfélögin styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.
Kennslufyrirkomulag
Nám á félagsliðabrú er fjórar annir og eru kenndar um 9 einingar á hverri önn. Kennsla fer að mestu leyti fram í fyrirlestraformi með áherslu á virka þátttöku nemenda. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Námið hefst í september 2016 og lýkur í júní 2018. Kennsla fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Skype ýmist hjá MSS og frá Fræðslunetinu.
Kennt verður kl. 17:10-20:10 mánudaga og miðvikudaga. Námshópur á Selfossi, Reykjanesbæ, Vík/Klaustri, Hvolsvelli, og Höfn. Í hverju námsveri verður starfsmaður símenntunarmiðstöðvarinnar sem sér um tæknimál. Öll kennsla verður tekin upp og gerð aðgengileg fyrir nemendur eftir tímana.
Myndin er frá útskrift Félagsliðabrúar á vorönn 2016.
Áslaug Bára er verkefnastjóri þessa náms og veitir allar upplýsingar um það.
Netfang: aslaug@mss.is
Sími: 421 7500
Áfangar:
Heilbrigðisfræði HBF 103 3 einingar
Félagsfræði FÉL 123 3 einingar
Félagsleg virkni FÉV 102 2 einingar
Aðstoð og umönnun ASU 104 4 einingar
Sálfræði SÁL 123 3 einingar
Fjölskylda og félagsleg þjónusta FJF 103 3 einingar
Lyfjafræði LYF 113 3 einingar
Næringarfræði NÆR 103 3 einingar
Skyndihjálp SKY 101 1 eining
Smelltu hér til að skoða drög að námsframvindu og skipulagi námsins.
Skráning hér