9. ágúst 2016

Fjórði alþjóðlegi fundur samstarfsaðila í ELVETE Evrópuverkefninu

Fjórði alþjóðlegi fundur samstarfsaðila í ELVETE Evrópuverkefninu

Fjórði alþjóðlegi fundur samstarfsaðila í ELVETE samstarfsnetinu - Employer-Led Vocational Education and Training in Europe var haldinn í Porto í Portúgal dagana 13 og 14. júní 2016 og var það portúgalski samstarfsaðilinn Sociedade Portuguesa de Inovação sem skipulagði fundinn.

ELVETE er samstarfsnet 12 evrópskra samstarfsaðila, en Háskólinn í Wolverhampton stýrir starfinu. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsnám og –þjálfun með því að leggja ríkari áherslu á að þjálfuð sé sú hæfni sem atvinnuveitendur þarfnast frá ungum nemum sem útskrifast úr starfsnámi.

Á fundinum í Porto fóru samstarfsaðilar yfir niðurstöður frá fundum með fókushópum sem haldnir höfðu verið í samstarfslöndunum með það markmið að fá endurgjöf á líkan að vinnumarkaðsdrifinni námsskrá fyrir iðn- og/eða starfsnám sem er þróuð í verkefninu. Þeir samstarfsaðilar sem þegar höfðu haldið fundi með fókushópum, s.s. fagfólki í iðn- og starfsmenntun eða atvinnuveitendur sem hafa iðn- eða starfsmenntað starfsfólk í vinnu kynntu niðurstöður sínar til frekari umbóta á tilraunanámsskránni.

Annar breski samstarfsaðilinn, Walsall College kynnti niðurstöður frá tilraunakennslu á námsskránni meðal iðn- og starfsnemenda. Niðurstöður tilraunakennslunnar verða teknar saman og munu þær verða hafðar að leiðarljósi við lokaútgáfu námskrárinnar.

Eftirfarandi eru helstu atriðin sem voru rædd á fundinum:

• Námskráin hefur verið hönnuð í formi aðferðafræði sem getur nýst sem leiðarljós í gegnum ólíkar iðn- og starfsnámsleiðir vegna þess hversu flókið væri að hanna samræmda aðferð í svo mörgum og ólíkum löndum;

 • Námsskráin vísar á lykilatriði sem þarf að hafa í huga við hönnun á líkani að vinnumarkaðsdrifinni námsskrá og eru lykilatriðin byggð á tillögum sem komið hafa fram hjá þeim hagsmunaaðilum sem hafa haft aðkomu hönnun námsskrárinnar.

Á tímabilinu sem eftir stendur til loka verkefnisins munu samstarfsaðilarnir útbúa tvær nýjar afurðir til viðbótar við lokaútgáfu námsskrárinnar: Leiðbeiningar til innleiðingar og staðla um hvernig námsskrárlíkanið skuli notað, sem og Ráðleggingar til þeirra sem koma að regluverki er viðkemur iðn- og starfsnámi.

Á fundinum skipulögðu samstarfsaðilar einnig lokaviðburð og ráðstefnu sem munu verða á dagskrá í nóvember 2016.

Frekari upplýsingar um ELVETE verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins: www.elvete.eu

Til baka í fréttir