3. nóvember 2016
Frábær mæting á hádegisfyrirlestur fyrirtækjasviðs MSS
Það var frábær mæting á hádegisfyrirlestur fyrirtækjasviðs MSS miðvikudaginn 2. nóvember þegar Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun kom í heimsókn og flutti léttan og skemmtilega pistil um góðan starfsanda. Eyþór fór yfir mikilvægi þess að góður starfsandi ríki á vinnustöðum og á móti því hver áhrif kjaftagangs, klíkumyndana og baktals séu á fyrirtækjamenningu.
Það var ekki annað að sjá en að gestir færu ánægðir aftur til sinna starfa eftir gott innlit til MSS í hádegisverð og fyrirlestur.
Við þökkum frábærar undirtektir og biðjum fólk að fylgjast vel með hvenær slík uppákoma verður næst á dagskrá.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta skemmtilega tækifæri.