28. nóvember 2013
Fréttatilkynning frá Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna
„Ætla að verða nr. 1 á vefnum á Norðurlöndum“Þann 28. nóvember næstkomandi fer nýr vefur NVL – Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna – í loftið.
Fréttatilkynning frá Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna
„Ætla að verða nr. 1 á vefnum á Norðurlöndum“
Þann 28. nóvember næstkomandi fer nýr vefur NVL – Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna – í loftið. Mikill metnaður býr að baki: „Markmið okkar er að verða fyrsta val við vefleit allra á Norðurlöndunum sem vilja fylgjast með þróun fullorðinsfræðslu“, segir framkvæmdastjóri NVL, Antra Carlsen.
Á nýjum vef NVL– www.nordvux.net verður nútímaleg og notendavæn kynning á nýjum skýrslum, fréttum, vísindarannsóknum, greinum, námskeiðum og ráðstefnum á breiðu sviði fullorðinsfræðslu. „Þar verður hægt að fylgjast með því sem efst er á baugi á Norðurlöndunum og einnig í Evrópu. Við viljum veita innblástur með dæmum og erindum frá sérfræðingum á sviðinu. Vinnulag okkar er þverfaglegt og við fögnum nýjum þátttakendum og samstarfsaðilum, við viljum að vefurinn endurspegli það“ staðfestir Antra Carlsen.
Norrænar ráðherranefndin kom Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL) á fót 2005. Markmið starfseminnar er að skapa vettvang fyrir mismunandi verkefni og starfsemi, og tengja stefnu og starfendur á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. NVL ber að hvetja til samræðna og nýsköpunar og stuðla að auknu samstarfi og afskipti af fullorðinsfræðslu.
Norræna ráðherranefndin hefur falið Vox (Landsskrifstofu um færniþróun í Noregi) að vista alskrifstofu NVL á tímabilinu 2013-2016.
Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra NVL, Öntru Carlsen í síma: +45 60133750 eða með tölvupósti á antra.carlsen@vox.no