2. desember 2014
Fyrirlestur um Seiglu verður haldinn 5. des. - Allir velkomnir!
Fyrirlestur um seiglu verður haldinn 5. des. - Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
MSS býður upp á fyrirlestur sem byggður er á samstarfsverkefninu Resilience – a key skill for education and job og fjallar um seiglu og hvernig hjálpa má einstaklingum að þróa og auka með sér seiglu.
Rannsóknir sýna að þeir sem þekkja styrkleika sína og hafa trú á eigin getu hafa betri möguleika á að yfirvinna áhrif þess að verða fyrir mótlæti. Þeir sem þekkja styrkleika sína greinast síður með þunglyndi og/eða kvíða og gengur betur í námi og starfi.
Í verkefninu hafa verið þróaðar aðferðir sem aðstoða einstaklinga við að bæta líf sitt og umhverfi ásamt því að efla seiglu. Helstu afurðir verkefnisins eru:
· Verkefnakista, sem inniheldur úrval af æfingum til að efla seiglu
· Leiðbeiningar þar sem útskýrt er hvernig hægt er að nýta seiglu meðal starfsstétta
· Tölvuleikur sem þjálfar seiglu
· Persónuprófíll, sem er viðtalsaðferð fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra sérfæðinga
· Sjálfsmatslisti, sem veitir upplýsingar um mismunandi hæfniþætti seiglu og gefur tölulegar niðurstöður.
Á fyrirlestrinum verða afurðir verkefnisins kynntar en lögð verður áhersla á að kynna persónuprófílinn, verkefnakistuna og sjálfsmatslistann.
Fyrirlesarar eru Anna Sigurðardóttir og Björg Jóna Birgisdóttir, báðar náms- og starfsráðgjafar.
Hvar: Húsnæði MSS Krossmóa 4 á þriðju hæð.
Tími: 5. des kl. 15:00 – 16:30
Kaffi og meðlæti í boði