1. febrúar 2013

Grafíska smiðjan byrjar þriðjudaginn 5. febrúar

Grafíska smiðjan byrjar þriðjudaginn 5. febrúar

6. grafíska smiðja MSS byrjar kl 19:00  þriðjudaginn 5. febrúar. Kennt verður í tölvuveri MSS. Þetta hefur verið gríðarleg vinsælt námskeið.  Námskeiðið er fyrir þá sem vilja eða þurfa að kunna grunnatriði í grafískri hönnun vegna vinnu sinnar eða áhugamála.  Kennt er á Adobe forritin: Photoshop (myndvinnsla), Illustrator (teikning) og InDesign (umbrot). Markmið námskeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni með samþættingu allra forritana og geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi. Námskeiðið byggir mest á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum. Námskeiði er 120 kennslustundir. Kennt er á þriðjudags- og miðvikdagskvöldum frá kl 19:00 til 22:00. Kennari er Jón Oddur grafískur hönnuður.

Enn eru nokkur pláss laus í námskeiðinu en það hefst eins og áður sagði kl 19:00 næsta þriðjudag 5. Febrúar. 

Til baka í fréttir