24. nóvember 2015

Grindavíkurbær - Róbert Ragnarsson

Grindavíkurbær - Róbert Ragnarsson

Starfsfólk MSS er afar þjónustulundað og hæft. Samstarf okkar við þau hefur skilað Grindavíkurbæ miklum ávinningi.

„Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) hefur í tvö skipti aðstoðað við skipulag og stjórnun á starfsmannadegi Grindavíkurbæjar. Þar koma allir starfsmenn bæjarins saman og ræða stefnumótun í starfsemi bæjarins og önnur verkefni með þjóðfundarfyrirkomulagi. MSS hefur auk þess aðstoðað Grindavíkurbæ við gerð sí- og endurmenntunaráætlunar fyrir starfsmenn bæjarins. Starfsfólk MSS er afar þjónustulundað og hæft. Samstarf okkar við þau hefur skilað Grindavíkurbæ miklum ávinningi.“  

Róbert Ragnarsson
Bæjarstjóri í Grindavík

Til baka í fréttir