18. ágúst 2015
Grunnmenntaskóli MSS er að hefjast
Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og telja sig þurfa góðan undirbúning fyrir frekara nám.
Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið byggir á frammistöðu og ábyrgð einstaklings en einnig samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu þess.
Námsmenn fá tækifæri til að spreyta sig á margvíslegan hátt. Verkefnavinna, atvikakönnun, verklegar æfingar upp á eigin spýtur eða í hópi, rökræður, umræður og sjálfsmat eru dæmi um aðferðir sem beitt er til að námsmenn finni námstækni og námshraða við sitt hæfi.
Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi skólann til styttingar náms í framhaldskóla til allt að 24 eininga.
Áætlað er að Grunnmenntaskóli MSS hefjist 7. september eða þegar næg þátttaka næst. Kennt verður 4 daga í viku, mánudag-fimmtudags kl.12:30-15:45. Ef þú vilt frekari upplýsingar eða til að skrá þig í námið smelltu hér