29. ágúst 2013

Grunnmenntaskólinn hefst 9. september

Grunnmenntaskólinn hefst 9. september

Grunnmenntaskólinn hefst  mánudaginn 9. september samkvæmt stundatöflu.

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi skólann til styttingar náms í framhaldskóla. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám á framhaldskólastigi. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er 300 kennslustundir og kostar 56.000 kr. Námið hefst í mánudaginn 9. september og verður kennt frá kl 8:30 til 12:30 virka daga . Nánari upplýsingar veitir Kristinn í síma 412-5947 eða á kristinnj@mss.is
Hér má sjá kynningarmyndband um Grunnmenntaskólann

Til baka í fréttir