27. mars 2019

Hádegisfyrirlestur í boði MSS – Jákvæð samskipti á vinnustöðum

Hádegisfyrirlestur í boði MSS – Jákvæð samskipti á vinnustöðum

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.

Í fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.

Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

Tími: Fimmudaginn 4. apríl kl. 12:00 – 13:00. Léttar veitingar í boði.
Staður: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - Krossmóa 4a - 5. hæð

Skráning og frekari upplýsingar veitir Nanna Bára í tölvupósti - nanna@mss.is

Til baka í fréttir