21. mars 2016
Hönnunar og frumkvöðlasmiðjan Hakkit í fullum gangi
Fyrri lotu af skemmtilegu nýju námskeiði sem kallast Hönnunar og frumkvöðlasmiðja var að ljúka. Námskeiðið er 120 kennslustundir og er kennt tvisvar í viku og fer fram í Nýsköpunarsmiðjunni Hakkit í Eldey.
Fyrri sjö vikurnar hafa farið í kennslu á þeim tækjabúnaði Hakkit s.s. stafræna hönnun og teikningar, stillingu tækjabúnaðar en seinni sjö vikurnar munu fara í einstaklings verkefni.
Í lok námskeiðs verða nemendur með eitthvað í höndunum sem smíðað er algerlega frá grunni, hvort sem markmiðið er að fara í áframhaldandi vöruþróun eða til yndisauka þátttakanda.
Markmið námskeiðsins eru eftirfarandi:
- Að þróa hugmyndir og koma þeim í veruleika
- Að öðlast færni í skipulagi á smiðju umhverfi
- Að nemendur öðlist innsýn á stafrænni framleiðslutækni
- 3D prentun
- 3D skönnun
- Lazer skurður
- Vinyl skurður
- CNC fræsing
- Ör-iðntölvur
Meðfylgjandi er myndasyrpa frá þessu skemmtilega námskeiði.