28. mars 2017
Hámarksárangur í atvinnulífinu - hádegisfyrirlestur
Hámarksárangur í atvinnulífinu - virkjun liðsandans
MSS býður til hádegisfyrirlestrar fimmtudaginn 6. apríl frá kl. 12:00 – 13:00.
Á fyrirlestrinum ræðir Hafrún Kristjánsdóttir, doktor í sálfræði m.a. um:
• Hvað gerir íslenska landsliðið í fótbolta og körfubolta svona sérstakt?
• Hvernig næst þessi „ X-faktor“?
• Hvernig næst árangur í atvinnulífinu með tengingu við það hvernig árangur næst í íþróttum með liðsheild?
Boðið verður uppá léttan hádegisverð.
Tími: Fimmtudagurinn 6. apríl kl. 12:00 – 13:00
Staður: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4a.
Fyrirlesturinn er í boði MSS en vinsamlega skráið þátttöku hér fyrir neðan eða í síma 421-7500.
Nánari upplýsingar veitir Birna Jakobsdóttir (birna@mss.is)
Skrá þátttöku