27. febrúar 2015
Hvenær er komið nóg af snjó? - Opið hús í MSS í Grindavík 17. mars
Siggi stormur gestur á opnu húsi hjá MSS í Grindavík
-Við erum svo tropical hérna suðurfrá að við fáum oft bara tvo-þrjá snjódaga á vetri en nú eru komnir þrír mánuðir í beit, erum við ekkert að sjá fyrir endann á þessu eða er snjómenning það sem koma skal?
Erindið er haldið í tilefni Menningarviku Grindavíkurbæjar.
Erindið er haldið í tilefni Menningarviku Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagskvöldið 17. mars verður opið hús hjá Miðstöð símenntunar í Grindavík. Húsið opnar kl. 20:00 en um kl. 20:30 ætlar Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, eða hinn eini sanni Siggi stormur að halda léttan fyrirlestur og útskýra fyrir okkur hvað er í gangi í veðrakerfunum hjá okkur.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir – Heitt á könnunni