17. nóvember 2016

ICON - Inverted Classroom Online

ICON - Inverted Classroom Online

MSS er samstarfsaðili í nýju og spennandi alþjóðlegu verkefni ICON, inverted classroom online en fyrsti fundur fór fram í Leiria í Portúgal dagana 9. -11. nóvember sl. Fundurinn var haldinn af Háskólanum Instituto polietecnico de Leiria sem er einn af samstarfsaðilum í verkefninu. Icon er samstarfsverkefni stofnanna frá sex Evrópulöndum sem eru auk Íslands -Ítalía, Portúgal, Þýskaland, Spánn, og Noregur. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og það er norski samstarfsaðilinn sem stýrir því.

MSS er sífellt að þróa kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu til að tryggja að við séum sem best í stakk búin til að mæta þörfum nemenda okkar. Undanfarin ár hefur áhersla verið á speglaða kennslu innan kennslufræðinnar og er þetta verkefni liður í því að auka þekkingu okkar og tækjabúnað á því sviði. Helsta markmið ICON er að þjálfa og efla kennara til þess að búa til kennslumyndbönd, efla tæknilega þekkingu og útbúa aðstöðu fyrir slíkar upptökur. 

Til baka í fréttir