13. nóvember 2025

Íslenskukennsla í fyrirtækjum

Íslenskukennsla í fyrirtækjum

Virkilega áhugaverð og skemmtileg grein um íslenskukennslu í fyrirtækjum birtist í Gátt , veftímariti um fullorðinsfræðslu nú á dögunum.

Greinina skrifa þær Hólmfríður Karlsdóttir og Kristín Hjartardóttir starfsmenn MSS en þær koma að íslenskukennslu og þjónustu við fyritæki og stofnanir hjá MSS. 

Í greininni kemur meðal annars þetta fram ,,Það leikur enginn vafi á að stór hópur innflytjenda er lykilburðarstólpi íslensks atvinnulífs. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og fjölmenning hefur orðið eðlilegur hluti af daglegu lífi. Þessi þróun kallar á nýjar lausnir í mannauðsstjórnun og mikilvægt er að styðja erlent starfsfólk í að styrkja tengsl þeirra við vinnustaðinn og að taka sem virkastan þátt í samfélaginu.  

Sem samfélag teljum við að mikilvægt sé að styðja við alla þá sem hér búa og starfa, svo þeir geti tekið sem virkastan þátt í atvinnulífi og samfélaginu sem þeir tilheyra. Með markvissri íslenskukennslu og góðu samstarfi fyrirtækja og MSS verður sú sýn að veruleika".

Við hvetjum ykkur til að kíkja á greinina og kynna ykkur það öfluga fræðslustarf sem fram fer hér á svæðinu.
Tungumálakennsla í fyrirtækjum á Suðurnesjum

Til baka í fréttir