14. maí 2025

Kynning á Erasmus+ verkefninu JobReady

Kynning á Erasmus+ verkefninu JobReady

Þann 30. apríl var haldinn morgunverðarfundur á Suðurnesjum þar sem viðfangsefnið var jákvæð samskipti og mannauðsmál við krefjandi aðstæður. Fundurinn var haldinn í samvinnu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar,  Samtaka ferðaþjónustunnar, Markaðsstofu Reykjaness og Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.

Á fundinum kynnti MSS m.a. Erasmus+ verkefnið JobReady sem MSS stýrir.

Verkefnið snýst um að búa til námskeið fyrir aðila sem vilja vinna í ferðaþjónustu ásamt starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtækjum. Fyrsta árið var  námskeiðið hannað og útbúið námsefni og í mars 2025 hófst fræðsla og þjálfun nemenda. Framkvæmdin fer fram í 3 löndum, Íslandi, Austuríki og Kýpur.

MSS á í góðu samstarfi við Vinnumálastofnun og voru margir skjólstæðingar þeirra sem óskuðu eftir að taka þátt í verkefninu.

Góður gangur er í verkefninu og eru nemendur að fara í starfsþjálfun og óskar MSS eftir að fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu hafi samband við MSS.

Til baka í fréttir