17. október 2013
Kvikmyndasmiðja að hefjast
Kvikmyndasmiðja MSS hefst mánudaginn 21. október kl 17:00 í Krossmóa 4. Aðalkennari verður Þorsteinn leikari, leikstjóri og kennari hjá Kvikmyndaskóla Íslands.
Helstu fög smiðjunnar verða:
HANDRIT: Allir nemendur vinna eigið handrit að 7 mínútna stuttmynd. Nemendum til halds og trausts verður leiðbeinandi.
LEIKSTJÓRN: Nemendur fá grunnkennslu í leikstjórn. Farið verður yfir hlutverk leikstjórans og samskipti hans og annarra listrænna stjórnenda.
FRAMLEIÐSLA: Nemendur undirbúa tökur á eigin stuttmynd. Það felur í sér val á tökustöðum, leikurum, leikmunum og verkaskiptingu tökuliðs. Nemendur búa einnig til skipulag fyrir sína tökudaga.
TÖKUR: Hver nemandi fær tvo tökudaga til að skjóta myndina sína. Honum til aðstoðar eru aðrir nemendur.