20. apríl 2015

Kynning á Háskólagátt Bifrastar miðvikudaginn 22. apríl í MSS

Kynning á Háskólagátt Bifrastar miðvikudaginn 22. apríl í MSS

Miðvikudaginn 22. apríl verður Háskólinn á Bifröst með kynningu á Háskólagátt Bifrastar.
Kynningin fer fram í húsakynnum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum kl. 13.30-15.00.
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, forstöðumaður Háskólagáttar kynnir námsleiðina og inntökuskilyrði.

Háskólagáttin þjónar þeim sem þurfa á undirbúningsnámi að halda áður en hafist er handa við háskólanám. Hún er rétta byrjunin fyrir þá sem eru að hefja nám aftur eftir hlé og fyrir nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla. Boðið er upp á nám í stað-og fjarnámi. 

Til baka í fréttir