10. apríl 2017
Kynning á Speaking for youself
Velkomin á kynningu um talkennslu og sjálfstæð vinnubrögð í tungumálakennslu.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur undanfarin 2 ár tekið þátt í Evrópuverkefninu ,,Speaking for yourself“- an Erasmus+Grundtvig project for the empowerment of adult language learners, sem er samstarfsverkefni fjögurra Evrópuþjóða, þ.e. Spánverja,Belga, Svía og Íslendinga.
Verkefnið snýst um það að skoða með hvaða hætti má bæta og auka hina eiginlegu talkennslu og þjálfun í tungumálanámi og skoða mismunandi aðferðir og leiðir til að efla nemendur á því sviði. Hluti af verkefninu felst í því að skoða kennsluaðferðir og reynslu tungumálakennara í fullorðinsfræðslu.
Hægt er að skrá sig á kynninguna hér.
http://www.mss.is/namskeid/nam/starfstengd-namskeid/9/kynning/2548