24. janúar 2012
Kynningarmyndband um Menntastoðir
MSS hefur kennt fjarnám í Menntastoðum síðan í janúar 2011. Notast er við fjarkennsluforrit og lögð áhersla á að nemendur kynnist umhverfi sem þekkist við fjarnám. Mikið er lagt upp úr góðri tengingu við kennara sem og að námsefni sé aðgengilegt á netinu. Fjarnám Menntastoða er góður undirbúningur fyrir frekara nám og hentar öllum þeim sem vilja feta menntaveginn og jafnvel stunda nám með vinnu eða heimilisrekstri. Sjá má kynningarmyndband um Menntastoðir hér.