13. október 2015
Lærðu á lesblinduna
Lærðu á lesblinduna - er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við aðra námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu í námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvur o.fl. Lærðu á lesblinduna er 95 kennslustundir þar af 40 einkatímar með Ron Davis lesblinduráðgjafa.
Stuðst er við árangursríku Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu sem miða að því að námsmenn tileinki sér tækni til að halda athygli og úthaldi við lestur og skrift auk þess að bæta lesskilning.
Þetta námskeið hefur hjálpað fólki við að feta sig í lífinu og tekið af því þungar birgðar. Ef þú þekkir einhvern sem þú telur lesblindan, tölublindan eða eiga við námsörðugleika að etja, endilega segðu honum /henni frá þessu frábæra tækifæri til að bæta lestur og líf sitt. Enn eru nokkur sæti laus. Áætlað er að námskeiðið hefjist 10. nóvember eða um leið og næg þátttaka fæst.
Ef þú vilt skrá þig eða fá frekari upplýsingar smelltu hér