27. júní 2016
Leiðin liggur upp hjá Birnu Ósk fyrrum Menntastoðanema hjá MSS
Við hjá MSS deilum hér með stolti frétt af fyrrum Menntastoðanema frá okkur sem hefur heldur betur sýnt og sannað að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Birna Ósk Valtýsdóttir leiddist út í óreglu á unglingsárum. Eftir að hún flutti til frænda síns í Keflavík hefur hún byggt sig upp, lokið námi frá Menntastoðum MSS með glæsibrag og er hálfnuð með háskólabrú Keilis. Á næsta ári ætlar hún svo að hefja nám í rannsóknartölvunarfræði við HR og horfir björtum augum til framtíðar.
Smelltu hér til að lesa umfjöllunina um Birnu Ósk í heild sinni.
Við sendum Birnu Ósk bestu óskir um velgengni í framtíðinni og munum fylgjast spennt áframhaldandi afrekum hennar.