13. mars 2012

Leik- og sönglistanámskeið

Leik- og sönglistanámskeið í fullorðinsfræðslu fatlaðra

Tímabil: 17. mars 2012 – 28. apríl 2012
Lýsing: Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að efla sig í leikrænni tjáningu, framkomu og söng. Við fáum til okkar listafólk sem leiðbeinir þátttakendum í ýmsum æfingum og með samvinnu kennara og þátttakenda verður sett upp sýning í Frumleikhúsinu í samstarfi við List án landamæra.
Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00 til 16:00 og eftir samkomulagi hópsins. Námið hefst laugardaginn 17. mars í Frumleikhúsinu.
Við hvetjum alla áhugasama að kynna sér þetta frábæra tækifæri hjá Jenný Magnúsdóttur í síma 412-5950 / 848-3995 eða senda póst til jenny@mss.is
Verð: 4000 kr.

Til baka í fréttir