20. júní 2016
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú í boði haust 2016
MSS í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands býður nú uppá stuðningsfulltrúa- og leikskólaliðabrú. Námið hefst haustið 2016 og er kennt tvisvar í viku, seinnipartinn. Kennsla fer ýmist fram hjá MSS eða í fjarnámi frá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi , mjög góð reynsla er af samstarfi og fjarkennslu á milli miðstöðvanna. Leikskólaliðabrú er 36 eininga nám en stuðningsfulltrúabrú 39 eining.
Fyrir hverja
Námið er ætlað þeim sem eru 22ja ára og eldri og hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila.
Verð
Hlutur nemenda í námsgjöldum er eftirfarandi: Leikskólaliðabrú allt námið er 145.000 kr. allar fjórar annirnar. Stuðningsfulltrúabrú 154.000 kr. allt námið.
Stéttarfélögin styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags. Fræðslusjóður atvinnulífsins niðurgreiðir námið fyrir nemendur sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun eða sambærilegri menntun.
Kennslufyrirkomulag
Leikskólaliða og Stuðningsfulltrúabrú spannar fjórar annir; frá haustönn 2016 til og með vorönn 2018. Fyrirlestrar, tíma- og heimaverkefni, rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Námið hefst í september 2016 og lýkur í júní 2018. Kennsla fer fram í fjarkennslu ýmist hjá MSS og frá Fræðsluneti Suðurlands.
Kennt verður kl. 17:10-20:10 mánudaga og miðvikudaga. Námshópur á Selfossi, Reykjanesbæ og Vík/Klaustri, Hvolsvelli, Hellu, Höfn. Kennt er í fjarkennslu ýmist frá Selfossi eða Reykjanesbæ, gegnum samskiptaforritið Skype fyrir fyrirtæki. Í hverju námsveri verður starfsmaður símenntunarmiðstöðvarinnar sem sér um tæknimál. Öll kennsla verður tekin upp og gerð aðgengileg fyrir nemendur eftir tímana.
Fög sem kennd eru í náminu:
Félagsfræði FÉL103
Fötlun FTL103
Hegðun og atferlismótun HOA103
Íslenska ÍSL633
Leikur náms og þroska LNÞ103
Listir og skapandi starf LSS103
Samskipti og samstarf SAS113
Sálfræði SÁL203
Siðfræði SIÐ102
Skyndihjálp SKY101
Uppeldisfræði UPP103
Þroski og hreyfing ÞRO103
Fög að auki í stuðningsfulltrúabrú:
Kennslustofan og nemandinn 103 3 ein
Uppeldisfræði UPP203
Smelltu hér til að skoða drög að námsframvindu og skipulagi námsins.
Áslaug Bára er verkefnastjóri þessa náms og veitir allar upplýsingar um það.
Netfang: aslaug@mss.is
Sími: 421 7500