18. desember 2015

Lokaráðstefna í CAPWIN – Evrópuverkefni gegn brotthvarfi

Lokaráðstefna í CAPWIN – Evrópuverkefni gegn brotthvarfi

Lokaráðstefna í CAPWIN – Evrópuverkefni gegn brotthvarfi, fór fram í Lyon í Frakklandi föstudaginn 6. nóvember. Það voru aðstandendur verkefnisins í Frakklandi, ITEP ARC - EN – CIEL, -sem aðstoðar börn og fullorðna brotthvarfsnemendur við að snúa aftur til náms, og  PASSEPORT EUROPE, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig samstarfi við nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins sem stóðu að viðburðinum. Ráðstefnan fór fram í Claude Bernhard háskólanum í Lyon og hófst með fundi þar sem CAPWIN verkefnið, markmið þess og aðdragandi voru kynnt fyrir gestum ráðstefnunnar. Tilgangur kynningarinnar var að hjálpa gestum ráðstefnunnar að átta sig á aðferðafræðinni sem er notuð í CAPWIN og til að rifja upp markmið Evrópusambandsins um að lækka brotthvarf niður fyrir 10% fyrir árið 2020.

Markmið CAPWIN verkefnisins um hvernig eigi að verjast brottfalli byggist á aðferð Robert MICHIT. Þessi aðferðafræði gerir fagfólki kleyft að skoða feril ákvarðanatökunnar að baki brottfalli betur til að meta viðeigandi inngrip. Þessi nýja aðferðafræði gerir það mögulegt að aðlaga markmið og úrræði fagaðila og endurskapa tengsl við færni og getu markhópsins.

Fjallað var um baráttuna gegn brotthvarfi í víðum skilningi, -á öllum skólastigum einnig brotthvarfi frá vinnumarkaði þar sem aðferðin nýtist í starfi með alla þessa hópa. TP-TEATER frá Svíþjóð er einn aðstandenda verkefnisins, og sýnt var myndband sem var framleitt af þeim til að miðla aðferðafræðinni. TP leikhópurinn sérhæfir sig í gagnvirku leikhúsi þar sem settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem hægt er að nota við úrlausn allskyns uppákoma og málefna fyrir alla aldurs- og markhópa. Leikhópurinn setti einnig á svið raunverulegar aðstæður sem gætu komið upp til að sýna hvernig aðferðin virkar og fengu gestir rástefnunnar tækifæri til að leggja til málanna hugmyndir og skoðanir á því hvernig aðferðinni gæti verið beitt hverju sinni.

Ráðstefnunni lauk með hringborðsumræðum sem innrömmuðu verkefnið, stefnu þess og framtíðarsýn auk þess sem framtíðaráform voru kynnt
Aðstandendur verkefnisins voru ánægðir með góða aðsókn að lokaráðstefnunni en fjöldi gesta var um 130.

Aðstandendur verkefnisins nýttu dagana fyrir og eftir ráðstefnuna til fundahalda, fyrst við undirbúning lokaráðstefnunnar en að ráðstefnunni lokinni voru lokaskýrsla og skil á gögnum til Evrópusambandsins rædd.

Til baka í fréttir