9. október 2013

Málþing Nám án aðgreiningar

Málþing Nám án aðgreiningar

Þann 3. október fór fram í húsnæði MSS að Krossmóa málþing sem bar yfirskriftina Nám án aðgreiningar. MSS hélt utan um málþingið ásamt Fræðsluneti Suðurlands en þingið er liður í verkefni sem kallast European Agenda for Adult Learning sem Mennta og menningamálaráðuneytið stendur fyrir með styrk frá Evrópusambandinu. 
Rúmlega fimmtíu manns sátu þingið sem hlaðið var af góðum og áhugaverðum fyrirlesurum.
 
Ólafur Grétar Kristjánsson frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu opnaði málþingið og fjallaði hann um  jaðarhópa og þá sérstaklega fólk með fötlun og stöðu þeirra í samfélaginu. Einnig fjallaði hann um aðra einangraða hópa sem tilheyra jaðarhópum.
Ragnheiður Bóasdóttir einnig frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu tók næst til máls og var hennar yfirskrift: Áherslur mennta-og menningarmálaráðuneytisins í menntun fullorðinna fatlaðra. Hún fjallaði um m.a. um hvað tekur við þegar námi á starfsbrautum framhaldsskóla lýkur.

 Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við HÍ kastaði fram spurningunni hvað merkir „án aðgreiningar“? Eigum við ekki öll að fá að vera með sem manneskja af þeirri getu sem maður getur? Könnun á viðhorfi til starfsmenntunarnámskeiða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi sem Auðar Magndís Auðardóttur verkefnastjóri Félagsvísindastofnun við HÍ gerði fyrir Fræðslunet Suðurlands var kynnt.

Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks mættu og kynntu fyrir þinggestum samningin í máli og myndum. Sjö einstaklingar með þroskahömlun sem kalla sig sendiherra, hafa undanfarin ár farið víðsvegar um landið og kynnt samningin.

Þær síðustu sem komu í púlt á þessu málþingi voru fulltrúar frá Fjölmennt, Helga Gísladóttir forstöðumaður kom inná breytingar þær sem hafa orðið í Fjölmennt undanfarið og framtíðarsýn. Anna Soffía Óskarsdóttir og Jarþrúður Þórhallsdóttir ráðgjafar Fjölmenntar sögðu frá sínum störfum í ráðgjafadeildinni. 
 
 
 
 
 
 
 

Til baka í fréttir