Það var aðdáunarvert að heyra hvernig fyrirtæki á borð við Bláa Lónið og Isavia hafa sinnt mannauðinum meðfram öðrum áskorunum og náð að sinna og halda vel utan um fólkið sitt með samheldni, samtal og umhyggju að leiðarljósi. Mannauðurinn er án efa dýrmætasta auðlind ferðaþjónustunnar og þegar starfsfólk upplifir gleði og ánægju í starfi eykst sköpunargleði þess og framleiðni, sem leiðir til betri árangurs fyrirtækisins.
Jákvæð vinnustaðarmenning stuðlar einnig að aukinni hollustu og minni starfsmannaveltu, sem er sérstaklega mikilvægt þegar fyrirtæki standa frammi fyrir mörgum og krefjandi áskorunum. Með því að leggja áherslu á starfsgleði og starfsánægju geta fyrirtæki byggt upp sterka og samheldna vinnustaðamenningu sem skilar sér margfalt þegar erfiðleikar banka á dyr.
Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS kynnti evrópuverkefni sem MSS eru þátttakendur í og snýr að því að tengja saman
Hólmfríður Karlsdóttir deildarstjóri fræðslu hjá MSS kynnti fyrirtækjaþjónustu MSS og þann stuðning sem MSS getur veitt fyrirtækjum og stofnunum þegar kemur að fræðslu- og mannauðsmálum.
Hér má sjá örstutt brot af kynningu Hólmfríðar og einnig er hér linkur á Fyrirtækjasvið MSS.