10. september 2014

Menntastoðir - Dreifinám

Menntastoðir - Dreifinám

Ég hóf nám í menntastoðum vegna þess að mig vantaði mikið af einingum til að geta sótt um skólavist í Byggingafræði. Menntastoðir hentuðu mér fullkomlega, á tíu mánuðum gat ég tekið allar einingar sem mig vantaði í almennum fögum með fullri vinnu. Í náminu varð ég fljótt var við að kennarar virkilega vildu að okkur gengi vel og mín upplifun af kennurum og starfsfólki skólans var mjög góð. Þegar ég hóf námið voru 32 ár liðin frá því ég sat á skólabekk þannig að þetta var erfitt en líka gaman. Námið hjálpaði mér ótrúlega mikið og gaf mér sjálfstraust.

Námið gerði mér kleift að fá inngöngu í VIA University Collage sem er háskóli í Danmörku. Þar er ég í Byggingafræði sem tekur þrjú og hálft ár, ég er að klára aðra önn nú í enda júní. Námið hefur nýst mér mjög vel t.d. stærðfræði og bókfærsla.

Björn Sigurjónsson

Til baka í fréttir