10. september 2014
Menntastoðir - Fjarnám
Sjálfstraust mitt gagnvart frekara námi er mikið betra og það hefur opnað huga minn gagnvart námsleiðum sem ég hefði aldrei trúað að gætu vakið áhuga minn. Þetta hafði töluverð áhrif á líf mitt því áður en ég byrjaði í náminu leit ég svo á að það væri of seint fyrir mig að byrja aftur í námi. Það hefur svo sannarlega reynst rangt hjá mér.
Ég er að bíða eftir að geta byrjað í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands í haust.
Regína Þórðardóttir